18. öldin með Pétri Gunnarssyni

Heimildarþættir | Framleiðsluár: 2012 | Lengd: 4 x 30 mín.

...

Trailer

Um verkið

Fjórir heimildaþættir um sögu Íslands á 18. öldinni í umsjón Péturs Gunnarssonar rithöfundar. Pétur segir sögu lands og þjóðar með sínum hætti og dregur upp myndir af lífi í landinu og óvæntum samsvörunum við nútímann. 1700 var Ísland fátækt land sem bjó við verslunareinokun og grimmúðlegt réttarfar. Landsmenn voru flestir örsnauðir leiguliðar og hjú sem naumlega drógu fram lífið. Í upphafi aldarinnar lést þriðjungur landsmanna úr bólusótt og í kjölfarið fylgdu harðindi með hafís, frosti og fannfergi um hásumar svo þúsundir manna flosnuðu upp og fóru á vergang. Þá komu jarðskjálftar, önnur bólusótt og loks Skaftáreldar sem ollu Móðuharðindunum sem drápu meira en helming alls búpenings í landinu og lögðu fjórðung þjóðarinnar í gröfina.En þrátt fyrir þetta hörmungarástand vottaði fyrir framfaraviðleitni í anda upplýsingarinnar. Þessi viðleitni var borin uppi af menntamönnum sem trúðu á framtíð þjóðarinnar og börðust fyrir hag hennar með margvíslegumhætti. Þættirnir eru teknir á hundrað sögustöðum á Íslandi og í Kaupmannahöfn og tengja þannig saman nútímann og söguna. Í þáttunum birtast flestar þær myndir sem til eru af Íslandi frá 18. öld auk mikils fjölda mynda af dönsku hirðinni sem stjórnaði landinu á þessum tíma.

Stillur

Kreditlisti

STJÓRN OG KLIPPING Björn B. Björnsson HANDRIT OG SÖGUMAÐUR Pétur Gunnarsson KVIKMYNDATAKA Guðmundur Bjartmarsson Bjarni Hedtoft Reynisson HLJÓÐTAKA Árni Benediktsson David Hedtoft Reynisson Benedikt Árnason TÓNLISTARRÁÐGJÖF Halla Steinunn Stefánsdóttir TEIKNINGAR Ingólfur Örn Björgvinsson MYNDALEIT Í DANMÖRKU Kári knútsson HEIMILDAVINNA Brynja Björnsdóttir BÚNINGAR María Ólafsdóttir MYNDVINNSLA Björgvin Ólafsso Marteinn Einarsson Arnaldur Bjarnason KVIKUN Caoz HLJÓÐHÖNNUN Árni Benediktsson SAMSETNING Marteinn Einarsson AÐSTOÐ VIÐ UPPTÖKU Arnaldur Björnsson TÆKJALEIGA OG YFIRFÆRSLA Kukl FRAMLEIÐSLA Í DANMÖRKU Magma Media FRAMLEIÐANDI Björn B. Björnsson